PDF · september 2010
Evrópsk­ir vegir stjörnu­merkt­ir örygg­isins vegna – Eurorap loka­skýrsla fyrsta áfanga 2010

Á heimsráðstefnu á vegum “Make Roads Safe” um öryggi vega sem haldin var í Róm í fyrra var kynnt herferð til fækkunar banaslysa í umferðinni á heimsvísu undir kjörorðinu “Call for a decade of action for road safety. Herferð þar sem allir eiga að geta lagt sitt að mörkum s.s. ríkisstjórnir, sveitarfélög, félagasamtök sem og almenningur allur.

Undanfarin ár hafa á vegum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, verið gerðar athuganir á gæðum íslenskra vega undir merkjum EuroRAP. EuroRAP er skammstöfun fyrir European Road Assessment Program - verkefni sem samtök bifreiðaeigendafélaga FIA hleyptu af stokkunum fyrir fáum árum.

Evrópskir vegir stjörnumerktir öryggisins vegna - Eurorap lokaskýrsla fyrsta áfanga 2010
Skrá

eurorap_stjornumerking_skyrsla_1afanga.pdf

Sækja skrá