Árekstrar við hreindýr verða einkum á veturna þegar aðstæður til aksturs eru slæmar, hálka, myrkur og lélegt skyggni á sama tíma og hreindýr leita í auknum mæli niður á láglendið í nágrenni við vegi. Skv. upplýsingum úr gagnagrunni Náttúrustofu Austurlands hefur verið keyrt á 295 dýr á tímabilinu 1999 til apríl 2018. Æskilegt er að draga eins og hægt er úr árekstrum við hreindýr, mönnum og dýrum til heilla. Fjöldi dýra sem ekið er á er sveiflukenndur milli ára og munar þar mestu um hvort ekið er á einstök dýr eða hópa dýra. Breytilegt árferði og dreifing dýra hefur líka áhrif. Flestar ákeyrslur (62%) verða frá október og í janúar og fáar (3%) yfir sumarið, frá júní til september. Árekstrar eru langtíðastir (30%) á vegkaflanum frá Höfn að Djúpavogi allan ársins hring. Ekki virðist sem fjölgun í stofninum leiði til tíðari árekstra, né heldur virðist aukin umferð hafa áhrif á fjölda árekstra. Undanfarin ár hefur ákeyrslum fækkað á sama tíma og dýrum hefur fjölgað og umferð hefur aukist
um Austurland. Til að draga úr hættum af árekstrum við hreindýr er mikilvægt að skilja hvar og hvenær þeir verða helst og merkja vel þá staði. Miðað við upplýsingar úr landupplýsingagrunni Vegagerðinar um staðsetningar varúðarskilta vegna hreindýra mætti bæta merkingar, einkum á veginum milli Hafnar og Djúpavogs, þar sem árekstrar eru tíðastir á öllum árstímum. Æskilegt er að allar upplýsingar um ástand vega komi fram á sama stað. Þannig væri fengur í því að upplýsingar um hreindýr nálægt vegum verði hluti af daglegri ástandslýsingu á upplýsingakorti Vegagerðarinnar um færð og ástand á vegum landsins. GPS merkt dýr á áhættusvæðum væru einnig mikill fengur þar sem þau gefa tíðar og mikilvægar upplýsingar um staðsetningu hópa, t.d. þegar skyggni er lélegt.
English summary: Reindeer road kills in East Iceland mostly occur during the winter when driving conditions are bad: snow, slippery roads, darkness etc, at the same time as reindeer migrate from the mountains to lowlands near roads. According to East Iceland Nature Research Centre database on road kills, 295 animals have been killed by car during the period 1999 to April 2018. It is important to reduce road kills as possible. Number of road kills varies from year to year. Sometimes bigger groups, up to 13 animals, are killed in one accident causing fluctuation in numbers between years. Most road kills (62%) occur from Oct. to Jan. and very few (3%) from June to Sept. Most accidents (30%) are documented on the road between Höfn and Djúpivogur, all year round.
Increased stock size and increased traffic does not seem to have effect on the number of road kills, as incidents have been going down at the same time as the reindeer stock and traffic on roads in East-Iceland has increased. Knowing where the danger of road kills is highest is important in attempt to try to reduce them. Distribution of warning signs for possible reindeer on the roads by Iceland road administration could be improved in the most dangerous roads. Ideally warnings about reindeer close to roads should become an integrated part of the daily information system on road conditions by Iceland road and costal administration. GPS collared anmials would also give valuable information on the location of animals during the darkest times.
Kristín Ágústsdóttir, Skarphéðinn G. Þórisson, Rán Þórarinsdóttir, Náttúrustofa Austurlands