PDF · september 2013
Dreifilík­an umferðar á landsvísu

Tilgangur verkefnisins er að byggja upp dreifilíkan fyrir almenna umferð sem nýtir umferðarteljara Vegagerðarinnar til að áætla umferð á þjóðvegum landsins og bera
saman við núverandi líkan, umferðarbanka Vegagerðarinnar. Með nýju dreifilíkani umferðar er stefnt að því að fá heildstæðara yfirlit yfir umferð á þeim stöðum sem
umferðarteljarar eru ekki til staðar. Markmiðið er að skila nákvæmara mati á umferð fyrir alla þjóðvegi og vegkafla á landinu og að þessi aðferð geti í framtíðinni komið í stað eða bætt núverandi aðferð við áætlanir á dreifingu og magni umferðar. Afrakstur verkefnisins geti þannig bætt þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í starfsemi Vegagerðarinnar þar sem fjallað er um umferðarmagn og samsetningu umferðar, t.d. við arðsemismat, hönnun, viðhald og áætlanagerð.

Dreifilíkan umferðar á landsvísu
Höfundur

Grétar Mar Hreggviðsson, Smári Ólafsson, VSÓ

Skrá

dreifilikan-umferdar.pdf

Sækja skrá