Í þessu verkefni var áætlað að fara í ítarlega greiningu á alvarlegum slysum á börnum sem urðu umferðinni á fimm ára tímabili, 2013-2017. Ætlunin var að skoða sérstaklega aldurshópinn
7-14 ára, með það að markmiði að greina helstu hættur þessara vegfarenda í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi barna í umferðinni. Gagnaöflun fyrir rannsóknarverkefnið gekk erfiðlega og skilaði fáum slysum, þrátt fyrir að skoðunartímabilið hefði verið lengt og aldurshópur slasaðra stækkaður. Ekki var því unnt að fara í þá rannsóknarvinnu sem lagt var upp með í byrjun. Þessi skýrsla er því í styttra lagi og samanstendur af samantekt af þeim slysum sem unnt var að skoða gögn um. Slysagögn sem eru notuð í verkefninu eru byggð á grunngögnum sem Vegagerðin hefur fengið frá Samgöngustofu en Samgöngustofa byggir sína slysaskráningu á lögregluskýrslum og gögnum frá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi.
Katrín Halldórsdóttir