PDF · Útgáfa 2006.0218 — desember 2009
Best­un á öxul­flokk­un umferðar­greina

Frá árinu 2000 hefur Vegagerðin verið að koma upp neti öxulgreina á þjóðvegum landsins. Öxulgreinarnir mæla m.a. öxulgerðir allra ökutækja sem um þá fara og flokka samkvæmt EUR13 ökutækjaflokkunarkerfinu. Megin markmið þessa verkefnis var að bæta núverandi stillingar EUR13 og aðlaga að hérlendri umferð, þ.a. ökutækjaflokkunin lýsi þungaumferðinni sem best.

Tveimur aðferðarfræðum er beitt við greininguna. Annars vegar byggir greiningin á vettvangsmælingum við umferðgreina Vegagerðarinnar frá 2008, sem fólust í sjónmælingu á flokkunarhæfni þeirra. Hins vegar er notast við þyngdarmælingar umferðargreinis við Esjumela sem flokkar og viktar alla umferð sem um hann fara.

Vettvangsmælingarnar henta vel við að finna helstu tegundir flokkunarfrávika og að við endurskilgreina mörk ökutækjaflokka til að fyrirbyggja algengustu mælifrávik.
Vettvangsmælingarnar gefa hins vegar aðeins huglægt mat á ökutækjaþyngd og eru afar tímafrekar sem veldur því að úrtakið er ávallt takmarkað.

Þyngdargreinirinn mælir hins vegar hlutlægt allar þyngdir ökutækja sem um hann fara og mæliúrtak hans er nánast ótakmarkað. Takmarkanir hans er að ekki er hægt að sjá ökutækin og því stundum erfitt að greina eðli flokkunarvillu. En með stuðningi við vettvangsmælingar verður öll slík greining auðveldari.

Með því að nýta sér kosti beggja mæliaðferða náðist að bæta flokkaskilgreiningu umferðargreina Vegagerðarinnar verulega, þ.a. raunverulegri þungaumferð sé lýst sem best. Eftir leiðréttingu á jókst hlutfall réttra mælinga í þungaflutningaflokkunum úr 32% í 88% og hlutfall rangra mælinga á léttum ökutækjum í þessum flokkum féll úr 60% í 5%. Þessi leiðrétting náðist án þess að nokkur fækkun yrði á þungum ökutækjum sem flokkuðust sem slík. Í rannsóknarvinnunni fundust ýmsar tegundir gallaðra mælinga í mæligögnum umferðargreinanna. Þessar villumælingar eru í raun bilanamerki sem í framhaldinu má nota við að skipuleggja mælitækjaeftirlit.

Hinar nýju EUR13 stillingar sem ákvarðaðar voru í þessari rannsókn verður hægt að nota við að leiðrétta stillingar í öllum öxulgreinum vegagerðarinnar, sem mun þannig bæta skilning á þungaumferðinni til muna.

Bestun á öxulflokkun umferðargreina
Höfundur

Jóhannes Loftsson

Skrá

bestun-a-oxulflokkun-umferdargreina.pdf

Sækja skrá