PDF · mars 2019
Ávinn­ingur af óhindr­uðum beygju­straum­um

Þetta verkefni er framhald af skýrslunni Miklabraut/Kringlumýrarbraut. Ávinningur af óhindruðum beygjustraumum. Þar var skoðað hvaða áhrif breytingar á ljósastýringu á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar hefðu á umferðaröryggi.

Í þessu framhaldsverkefni, sem unnið er með styrk frá Vegagerðinni, er slysatíðni og alvarleiki umferðarslysa skoðaður fyrir og eftir breytingu á umferðarljósunum á þremur gatnamótum. Til
skoðunar eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Grensásvegar. Skoðuð eru slysagögn 5 ár fyrir og eftir breytingar.

Helstu niðurstöðurnar eru að mikill ávinningur var af því að setja sérvarða vinstribeygjustrauma á öllum gatnamótunum. Vinstribeygjuslysum fækkaði mikið eða um 93% á KrMi, 77% á LauKri og 100% á GreMi. Sérstaklega var eftirtektarvert hvað vinstribeygjuslysum með meiðslum fækkaði mikið.

Greinileg lækkun varð í slysatíðni á öllum þremur gatnamótunum eftir breytingar. Minnst voru áhrifin á GreMi þar sem slysatíðnin lækkaði um 15% en lækkunin var mun meiri á hinum tveimur
gatnamótunum, þ.e. 45% á KriMi og 47% á LauKri.

Sýnt þykir, með tilvísun í alvarleikastuðul, slysatíðni og vinstribeygjuslys og kostnað við þau, að ávinningur af endurbótunum sé talsverður. Fjárhagslegur ávinningur við uppsetningu vinstribeygjuljósa
á allar stefnur er mikill og endurbætur á gatnamótum, þar sem hægt er að koma slíku við, getur skilað sér tilbaka til samfélagsins á fáum árum.

Ávinningur af óhindruðum beygjustraumum
Höfundur

Anna Guðrún Stefánsdóttir, Helga Magnadóttir

Verkefnastjóri

Anna Guðrún Stefánsdóttir

Skrá

avinningur-af-ohindrudum-beygjustraumum.pdf

Sækja skrá