PDF · Útgáfa 8GV07156 — mars 2010
Auðhreins­anleg yfir­borð vegstika – Loka­skýrsla

Mikil áhersla er nú innan efnistækninnar að þróa annarsvegar sterkari yfirborð vöru og rispuþolnari og hins vegar auðhreinsanlegri yfirborð. Sem dæmi ná nefna að norræni nýsköpunarsjóðurinn hefur styrkt verkefni þar sem þróa átti auðhreinsanlegri bíllökk fyrir norrænan markað og verkefni þar sem þróa á rispuþolnari yfirborð á bíla, síma, sjónvörp og hljómflutningstæki.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur á umliðnum árum og verður fyrirsjáanlega á næstu árum þáttakandi í alþjóðlegum verkefnum á sviði sterkari og auðhreinsanlegra yfirborða, bæði í samvinnu við innlend og erlend fyrirtæki. Framleiðendur vöru fyrir matvælavinnslu hafa hingað til sýnt auðhreinsanleika yfirborða mestan áhuga enda miklir hagsmunir þar í húfi, en einnig er mjög áhugavert að athuga hvort hægt sé að bæta eiginleika vegstika, skilta og fleiri yfirborða í vegumhverfinu að þessu leiti og auka þar með umferðaröryggi.

Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar styrkti þessar fyrstu þreifingar á því hvort hægt væri að auka hreinleika vegstika. Verkefnið hófst sumarið 2007, stikur með þremur nýjum yfirborðsefnum voru settar út á veg í nóvember og síðan var endurskin þeirra verið mælt sem mælikvarða á hreinleikann, enda einna mikilvægast að endurskinsmerki stikanna sjáist vel í myrkri. Ný sýni voru síðan útbúin haustið 2008 og hafa þau verið í prófun þar til nú.

Áfangaskýrsla um stöðu prófana var gefin út í janúarlok 2008 og minnisblað um yfirstandandi prófanir í september 2008. Með þessari skýrslu um verkefnið í heild er því
lokið.

Auðhreinsanleg yfirborð vegstika - Lokaskýrsla
Höfundur

Páll Árnason, Guðmundur Gunnarsson, NMÍ

Skrá

audhreinsanl_yfirb_vegstika-lokask.pdf

Sækja skrá