PDF · febrúar 2008
Athug­un á umferðar­slys­um þar sem ekið hefur verið á ljósastaura

Safnað var saman upplýsingum um slys þar sem ekið hefur verið á ljósastaura á þjóðvegum í dreifbýli á tímabilinu 2002-2006. Sérstaklega var sjónum beint að Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Skoðað var hvort lesa mætti úr lögregluskýrslum hvort brotstaurar meðfram Reykjanesbraut hefðu virkað sem skyldi.
Helstu niðurstöður eru þær að alls eru skráð 130 ljósastauraslys á þjóðvegum í dreifbýli á tímabilinu. Þar af urðu 58 á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Á þeirri leið urðu rúm 13% allra slysa á tímabilinu við það að ekið var á ljósastaur. Tæp 38% ljósastauraslysa á Reykjanesbraut voru með einhverjum meiðslum á fólki. Þetta er óvenjulega hátt hlutfall. Ef öll slys á Reykjanesbraut á sömu leið eru skoðuð kemur í ljós að tæp 26% þeirra eru með einhverjum meiðslum á fólki. Sambærilegt hlutfall fyrir alla þjóðvegi í dreifbýli er tæpt 21%. Þegar rýnt var í texta lögregluskýrslna um slysin 58 sem urðu á Reykjanesbraut kom í ljós að í 25 tilvikum virtist staur hafa brotnað. Í 27 tilvikum virtist staur ekki hafa brotnað en hafði skemmst á einhvern hátt en í 6 í tilvikum var ekki hægt að lesa neinar upplýsingar um ástand á staur. Þegar afleiðingar þeirra 25 slysa þar sem fram kom að staur hefði brotnað voru bornar saman við afleiðingar slysanna 27 þar sem slíkt virtist ekki vera raunin kom mjög lítill munur í ljós. Um þriðjungur slysanna reyndist vera með litlum meiðslum á fólki. Í lokakafla skýrslunnar er gerð tilraun til að útskýra þessa niðurstöðu.

Athugun á umferðarslysum þar sem ekið hefur verið á ljósastaura
Höfundur

Auður Þóra Árnadóttir

Skrá

ath-umferdarslys-ljosastaur.pdf

Sækja skrá