PDF · október 2013
Athug­un á áhrif­um hraða­mynda­véla á umferðar­hraða

Á síðustu árum hefur Vegagerðin sett upp nokkrar hraðamyndavélar á þjóðvegum og er verkefnið liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Áhrif hraðamyndavéla á umferðarhraða hafa ekki verið metin hér á landi og er það tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því. Rannsóknarverkefnið er framhaldsverkefni á vegum umferðardeildar Vegagerðarinnar. Verkefnið hófst árið 2009, mælingar stóðu yfir árin 2010 og 2011. Niðurstöður mælinga koma fram í þessari skýrslu.

Hraðamyndavélar voru settar upp á Sandgerðisvegi og Suðurlandsvegi. Hraði var mældur fyrir og eftir uppsetningu þeirra. Hluti af verkefninu var einnig að meta áhrifasvið
hraðamyndavélanna. Umferðarhraðinn var því einnig mældur í ákveðinni fjarlægð frá hraðamyndavélunum. Niðurstöður þessarar rannsóknar munu nýtast þeim sem sjá um stefnumótun í umferðaröryggismálum, lögreglu og fleirum.

Athugun á áhrifum hraðamyndavéla á umferðarhraða
Höfundur

Kristjana Erna Pálsdóttir, VSÓ og Auður Þóra Árnadóttir, Jón Hjaltason hönnunardeild

Skrá

ath_ahrif_hradamyndavela_hrada.pdf

Sækja skrá