PDF · mars 2012
Almenn­ings­samgöngur – Hrað­vagna­kerfi

Hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit) er samþætt kerfi innviða, þjónustu og þæginda sem saman bæta hraða, áreiðanleika og yfirbragð strætisvagna [TCRP 2003]. Eiginleikar hraðvagnakerfa eru blanda af eiginleikum strætisvagnakerfa og lestarkerfa og þar sem mest er lagt í hraðvagnakerfi eru þau eins konar léttlestarkerfi á gúmmíhjólum. Fjöldi rannsókna sýnir betri frammistöðu hraðvagnakerfa en léttlestarkerfa þrátt fyrir minni kostnað. Samanborið við hefðbundin strætisvagnakerfi þá sýna reynslutölur frá Bandaríkjunum að ferðatími er um 25-50% styttri. Þótt rannsóknir hafi sýnt að lestarkerfi laði að sér fleiri notendur en hefðbundin strætisvagnakerfi er til takmarkað magn af upplýsingum um samanburð lestarkerfa og hraðvagnakerfa í þessum efnum. Þær rannsóknir sem fyrirfinnast benda hins vegar til að hraðvagnakerfi geti laðað að sér svipaðan fjölda notenda og léttlestarkerfi, ef eiginleikar þjónustunnar eru sambærilegir [FTA 2009].

Að mati skýrsluhöfunda er hraðvagnakerfi eðlilegt og skynsamlegt millistig milli hefðbundins strætisvagnakerfis og léttlestarkerfis við uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar Hraðvagnakerfi er mun ódýrari lausn sem myndar ákveðinn grunn að léttlestarkerfi og hægt er að skipta út í áföngum fyrir léttlestarkerfi þegar farþegafjöldi og aðstæður krefjast þess í framtíðinni. Fjárfesting í hraðvagnakerfi getur auðveldlega nýst áfram þegar kemur að uppbyggingu
léttlestarkerfis. Það býður upp á sveigjanleika þannig að auðvelt er að aðlaga leiðaval breyttum aðstæðum, samanborið við léttlestarkerfi þar sem leiðavali er ekki breytt nema með miklum tilkostnaði, en í sama mund þarf hraðvagnakerfi að vera aðlaðandi og með tíðar ferðir líkt og léttlestarkerfi.

Almenningssamgöngur - Hraðvagnakerfi
Skrá

almenningssamg-hradvagnakerfi.pdf

Sækja skrá