PDF · 2007
Aldr­aðir og akstur

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur áratugum saman unnið að umferðarforvörnum. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur bent á að umferðarslysum eldri borgara hefur
ekki fækkað eins og hjá öðrum hópum, og því er ástæða til að skoða sérstaklega aðstæður eldri borgara í umferðinni.

Af þessu tilefni lagði Slysavarnafélagið Landsbjörg af stað með könnun þar sem 400 eldri borgarar, 67 ára og eldri, fengu sendan spurningalista (sjá fylgiskjal 1). 176 svör bárust og er það 44% svörun.

Spurningalistinn samanstóð af 49 krossaspurningum og einni spurningu þar sem fólk gat komið skoðun sinni á umferðinni á framfæri með eigin orðum.
Karlmenn voru 62% svarenda og konur 38%. Rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu býr á höfuðborgarsvæðinu.

Aldraðir og akstur
Höfundur

Dagbjört H Kristinsdóttir, Landsbjörg

Skrá

aldradir-i-umferdinni.pdf

Sækja skrá