PDF · mars 2020
Akstur erlendra ferða­manna á 13 stöð­um 2010-2019 – Hring­vegur­inn og örygg­ismál

Sé litið til þróunarinnar síðustu átta árin má áætla út frá Dear Visitors könnun RRF að árið 2019 hafi um 1.153 þúsund ferðamenn nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi (60% gestanna), samanborið við um 1.300 þúsund árið 2018 (60%), 960 þúsund árið 2016 (56%), 480 þúsund árið 2014 (48%) og 180 þúsund árið 2009 (37%). Samkvæmt þessu nýttu 6,4 sinnum fleiri ferðamenn sér bílaleigubíla á Íslandi árið 2019 en árið 2010, 2,4 falt fleiri árið 2019 en 2014, og 20% fleiri árið 2019 en 2016. Dæmið snýst hins vegar við árið 2019 þegar áætlað er að 11% færri erlendir ferðamenn hafi nýtt sér bílaleigubíla hér en árið 2018. Má fyrst og fremst rekja það fækkunar ferðamanna til landsins vegna gjaldþrots Wow air í mars síðastliðnum.

Akstur erlendra ferðamanna á 13 stöðum 2010-2019
Höfundur

Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf

Skrá

1800-694-akstur_erlendra_ferdamanna_a_13_stodum_2010_2019.pdf

Sækja skrá