PDF · apríl 2015
Áhrif tvöföld­unar Reykja­nesbrautar á umferðarör­yggi

Fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur lauk að mestu haustið 2004. Í þeim áfanga var vegurinn tvöfaldaður á kafla sem hefst um 2,8 km vestan tengingar að álverinu í Straumsvík og nær vestur á Strandarheiði þ.e. að stöð um þremur km austan Vogavegar. Unnið var að öðrum áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar á 12,2 km kafla, frá Strandarheiði (þremur km austan við Vogaveg) að Fitjum í Njarðvík, sjá mynd 1, frá því síðla árs 2005 og fram á haustið 2008. Endanlegum frágangi var þó ekki lokið fyrr en árið eftir. Samhliða tvöfölduninni voru þrenn mislæg vegamót byggð, þ.e. við Vogaveg, við Grindavíkurveg og við Njarðvíkurveg. Rannsóknarverkefnið sem gerð er grein fyrir í þessari skýrslu fólst í athugun á áhrifum annars áfanga vegabóta á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar
og Keflavíkur á öryggi vegfarenda.

Áhrif tvöföldunar Reykjanesbrautar á umferðaröryggi.
Höfundur

Umferðardeild

Ábyrgðarmaður

Katrín Halldórsdóttir

Verkefnastjóri

Katrín Halldórsdóttir

Skrá

ahrif-tvofoldunar-reykjanesbrautar-a-umferdaroryggi.pdf

Sækja skrá