PDF · Útgáfa NR_1800_752 — mars 2021
Áhrif hraða á meng­un vegna umferðar

Mengun vegna umferðar er þekkt vandamál í borgum víða um heim. Á Íslandi er það svifryk vegna umferðar sem oftast veldur því að loftgæði versna og fara jafnvel yfir heilsuverndarmörk. Magn
mengandi efna er háð hraða ökutækis, en það samband fer eftir tegund mengunar og tegund ökutækis. Hér sýnum við að sambandið milli mengunar og hraða fyrir gös er tiltölulega einfalt fyrir
nýlega bíla, línulega vaxandi fyrir slit vegna dekkja og vega og að vegna þess að nagladekk slíta vegum 20-falt hraðar en ónegld dekk, þá yfirgnæfir sá þáttur framleiðslu svifryks vegna umferðar.
Með því að reikna framleiðslu svifryks fyrir nýlegan bíl er hægt að sjá hlutfallslegt mikilvægi þeirra ferla sem þar leggja til. Ef nýlegur bíll er á ónegldum dekkjum þá er útblástur (7%) og slit á bremsum
(33%), dekkjum (21%) og vegum (39%). Fyrir bíl á nagladekkjum er mikill meirihluti svifryksframleiðslunnar vegna vegslits (92%). Niðurstöðurnar sýna að með því að draga úr umferðarhraða mætti draga töluvert úr framleiðslu svifryks; og þar með sliti gatna.

Áhrif hraða á mengun vegna umferðar
Höfundur

Þröstur Þorsteinsson

Skrá

nr_1800_752_ahrif-hrada-a-mengun-vegna-umferdar.pdf

Sækja skrá