PDF · 28. apríl 2011
Áhrif gufu frá virkj­unum við Suður­landsveg á umferðarör­yggi – Loka­skýrsla

Annað veifið á undanförnum árum hafa á opinberum vettvangi verið viðraðar kenningar í þá veru að jarðgufa frá borholum á Hellisheiði og síðar sjálfri virkjuninni valdi aukinni hálku á Suðurlandsvegi, einkum í Hveradalabrekku. Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar og Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur styrktu verkefnið, sem gengur undir heitinu: Áhrif gufu frá Hellisheiðarvirkjun á umferðaröryggi á Suðurlandsvegi. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Veðurvaktin ehf og Veðurstofa Íslands.

Lagt var upp með að skoða veðurskilyrði, sem líkleg þykja að beina gufu frá uppsprettu yfir veg. Í því sambandi er mikilvægt að meta þátt vinds og vindáttar sem og stöðugleika í lægstu loftlögum á útþynningun og dreifingu vatnsgufunnar. Öflun veðurgagna fór fram í tveimur áföngum. Sá fyrri veturinn 2009-2010 Þá voru farnar nokkrar vettvangsferðir í veðurlagi, þar sem líklegt má telja að gufan geti verið áhrifavaldur. Þessi hagfelldu veðurskilyrði komu öll í nóvember og desember 2009. Mældur var hiti og raki með færanlegum mæli frá Veðurstofu Íslands. Eftir greiningu þessara mælinga var skilað áfangaskýrslu 2. febrúar 2010. Í síðari áfanga var komið fyrir veðurstöð tímabundið í Hveradalabrekkunni veturinn 2010-2011.

Í kafla 2 í þessari áfangaskýrslu er fjallað almennt um hálku og hálkuslys. Í kafla 3 er fjallað um fyrri rannsóknir á umferðaröryggi á Suðurlandsvegi og slysaskráningu á árunum 2000-2007. Í kafla 4 er gerð nánari grein fyrir vettvangsferðunum ásamt úrvinnslu mæligagna færanlega mælisins. Að lokum eru í 5. kafla gerð grein fyrir veðurmælingum í brekkunni, rýni gagnanna og fjögur tilvik skoðuð og greind. Í 6. kafla eru birtar niðurstöður, en samandregnar niðurstöður er að finna á eftir inngangi. Í viðauka er síðan getið tveggja hálkuslysa á Hellisheiði og nágrenni hennar á Suðurlandsvegi eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett.

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi - Lokaskýrsla
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, HR, Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf, Árni Sigurðsson, Veðurstofa Íslands

Skrá

ahrif_gufu-umfedaroryggi-lokaskyrsla.pdf

Sækja skrá