PDF · maí 2010
Áhrif gufu frá virkj­unum við Suður­landsveg á umferðarör­yggi – áfanga­skýrsla

Annað veifið á undanförnum árum hafa á opinberum vettvangi verið viðraðar kenningar í þá veru að jarðgufa frá borholum á Hellisheiði og síðar sjálfri virkjuninni valdi aukinni hálku á Suðurlandsvegi, einkum í Hveradalabrekku. Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar og Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur styrktu verkefnið, sem gengur undir heitinu: Áhrif gufu frá Hellisheiðarvirkjun á umferðaröryggi á Suðurlandsvegi. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Veðurvaktin ehf og Veðurstofa Íslands.

Lagt var upp með að skoða veðurskilyrði, sem líkleg þykja að beina gufu frá uppsprettu yfir veg. Í því sambandi er mikilvægt að meta þátt vinds og vindáttar sem og stöðugleika í lægstu loftlögum á útþynningun og dreifingu vatnsgufunnar. Farnar hafa verið nokkrar vettvangsferðir í veðurlagi, þar sem líklegt má telja að gufan geti verið áhrifavaldur. Þessi hagfelldu veðurskilyrði komu öll í nóvember og desember 2009. Það sem af er ári (janúar) hefur veður ekki verið hagstætt til frekari mælinga og skoðunar á vettvangi. Í þessum vettvangsferðum var hiti og raki mældur með færanlegum mæli frá Veðurstofu Íslands.

Áhrif gufu frá virkjunum við Suðurlandsveg á umferðaröryggi - áfangaskýrsla
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, HR, Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf, Árni Sigurðsson, Veðurstofa Íslands

Skrá

ahrif_gufu_vid_sudurlandsv_a_umforyggi-afangaskyrsla.pdf

Sækja skrá