PDF · Útgáfa NR_1800_751 — 19. júlí 2022
2-1 Vegir (eins konar hjóla­götur), þekk­ing og reynsla frá lönd­um sem hafa innleitt 2-1 vegi

2-1 vegir eru eins konar hjólagötur þar sem yfirborðsmerkingar eru notaðar til að aðgreina umferð gangandi og hjólandi frá umferð akandi. ðeins ein akrein er fyrir vélknúin ökutæki og þurfa þau því að víkja til hliðar út í vegöxl, eða á svæði sem er hugsað fyrir gangandi og hjólandi umferð, þegar þau mætast. Þessi útfærsla er notuð á vegköflum þar sem ekki er pláss fyrir akbrautir í tvær akstursstefnur auk göngu- og hjólastíga. Danmörk er leiðandi í 2-1 vegum og hafa mörg sveitarfélög þar útfært slíkar lausnir á vegum sínum. Hægt er að útfæra lausnina þar sem umferðarmagn er lítið og umferðarhraða er minni en 50 km/klst. Það getur verið mikilvægt að hafa hraðatakmarkandi aðgerðir við byrjun 2-1 vegkafla til að ná niður hraðanum. Flestir 2-1 vegkaflar eru innan þéttbýlis á vegum með lítið umferðarmagn, oftast færri en 2.000 ökutæki/sólarhring. Skiptar skoðanir eru um ágæti 2-1 útfærslunnar í Hollandi. Crow stofnunin sem gefur út hjólaleiðbeiningar þar í landi er ekki hrifið af lausninni þar sem þeim finnst að slíkir innviðir geta valdið misskilningi þar sem ekki eru hjólareinar beggja vegna götu. Hins vegar eru mörg sveitarfélög ósammála og finnst betra að nota þessa útfærslu en að gera ekkert fyrir gangandi og hjólandi og því má sjá útfærsluna víða þar í landi. Í Svíþjóð hafa verið gerðar fyrir og eftir rannsóknir á nokkrum stöðum samhliða innleiðingu 2-1 vegkafla. Langflestir voru ánægðir með breytingarnar þó hlutfallið var mun hærra hjá gangandi og hjólandi en hjá akandi. Hraðamælingar sýndu fram á lækkaðan meðalhraða meðal
akandi vegfarenda eftir breytingar. Útfærslan er bæði notuð innan og utan þéttbýlis.

2-1 vegir
Skrá

nr_1800_751_2-1-vegir.pdf

Sækja skrá