PDF · Útgáfa NR_1800_762 — júní 2022
Grunnn­et samgangna – Almenn­ings­samgöngur

Í samgönguáætlun 2020-2034 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2020 er í 5 ára aðgerðaáætlun sett fram verkefnið „Greindir verði kostir þess að lykilleiðir almenningssamgöngukerfisins verði hluti af
grunnneti samgangna.”. Verkefnið er einnig áhersla í stefnuskjalinu „Ferðumst saman – Heildarstefna í almenningssamgöngum milli byggða“ sem gefið var út af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í október 20191. Við gerð samgönguáætlunar er unnið í takt við fimm meginmarkmið um að samgöngur séu öruggar, greiðar, hagkvæmar og umhverfislega sjálfbærar og að þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Verkefnið um skilgreiningu á grunnneti almenningssamgangna er sett fram undir markmiði um jákvæða byggðaþróun.

Í samgönguáætlun er stefnt að því að byggja upp og styrkja grunnnet allra samgangna. Í skilgreindu grunnneti er um 5.000 km vegakerfi, 38 hafnir, 13 flugvellir og nokkrar ferju-, skipa- og flugleiðir. Sérstök aukin áhersla er í áætluninni lögð á almenningssamgöngur, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þá verður unnið að því að auka möguleika hjólandi í umferðinni í samræmi við stefnu stjórnvalda. Uppbygging grunnnetsins, viðhald þess og rekstur er forgangsatriði við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun.

Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvernig að skilgreiningu á grunnneti almenningssamgangna verði best staðið. Í grunnnetinu í dag eru skilgreindar flugleiðir og ferjuleiðir. Megintilgangurinn með verkefninu er því að meta hvort landsamgönguleiðum ætti að vera bætt í skilgreinda grunnnetið. Skoðuð eru erlend dæmi um utanumhald almenningssamgangna (kafli 2) og farið yfir hvernig
Vegagerðin kemur að almenningssamgöngum í dag (kafli 3). Í kafla 4 eru umræður og tillögur varðandi landsamgöngur, stöðvar og farartæki allra ferðamátanna og fjallað um samþættingu þeirra.
Áhersla á almenningssamgöngur styður við öll fimm meginmarkmið samgönguáætlunar og er mikilvægur liður í að bæta öryggi, hagkvæmni og umhverfislega sjálfbærni samgangna og getur haft
mjög jákvæð áhrif á byggðaþróun. Með almenningssamgöngum má gera samgöngur ódýrari og aðgengilegri auk þess sem almenningssamgöngur hafa jákvæð áhrif á lýðheilsu.
Samhliða þessu verkefni var unnið annað verkefni sem fjallaði um að greina kosti þess að lykilleiðir hjólreiðastíga verði hluti af grunnneti samgangna.

Grunnnet samgangna 2023-07-28 082208
Höfundur

Ólöf Kristjánsdóttir

Ábyrgðarmaður

Mannvit ehf

Skrá

nr_1800_762_grunnnet-samgangna-almenningssamgongur.pdf

Sækja skrá