PDF · Útgáfa 100627-SKY-001-V01 — 20. desember 2021
Umferðarör­yggis­rýni – Saman­tekt athuga­semda og svara

Í þessu verkefni er gerð greining á athugasemdum, sem gerðar eru um umferðaröryggi og svörum hönnuða við athugasemdunum. Teknar eru saman 28 umferðaröryggisrýniskýrslur um vegi sem gerðar voru á árunum 2020 og 2021 og ýmis tölfræði unnin úr þeim. Skýrslurnar voru gerðar og fengust frá Vegagerðinni, sem hefur á undanförnum árum lagt meira upp úr því að framkvæmdir á vegum fari í
umferðaröryggisrýni. Verkefnið byggir á öðru slíku sem gert var árið 2016 og bætist nú við samanburður milli verkefna, sem getur gefið ákveðna mynd af stöðunni. Niðurstöður þessa verkefnis geta verið nytsamlegar veghönnuðum í framtíðinni að því leyti að vita hvaða þættir hönnunar þarfnast úrbóta og að forðast mikinn fjölda athugasemda.

Umferðaröryggisrýni
Höfundur

Atli Freyr Þorvaldsson

Ábyrgðarmaður

Efla

Skrá

nr_1800_930_umferdaroryggisryni-samantekt-athugasemda-og-svara.pdf

Sækja skrá