Þessi rannsókn er gerð í framhaldi af þeirri sem endaði með skýrslunni ,,Mannaflaþörf og tækjanotkun í vegagerð”. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að mestu í samræmi við þá fyrri. Launakostnaður er mestur í brúargerð en minni í vegagerð og jarðgangagerð. Heldur meiri þó í jarðgangagerð en vegagerð. Þannig er það einnig í Noregi.
Niðurstaðan í skiptingu vegagerðarverka í kostnaðarliði er eins og kemur fram í töflunni. Skiptingin er í sumum tilfellum beinhart meðaltal úr skoðuðum verkum en í öðrum tilfellum mat sem byggir á fleiri atriðum. Mat er fyrst og fremst notað þegar verk eru fá sem hægt er að skoða svo sem jarðgangagerð
Jón Þorvaldur Heiðarsson - RHA