PDF · janúar 2016
Vinnu­sóknar­mynstur og vinnu­sóknar­svæði – Austur­land

Tilgangur verkefnisins var að rannsaka búsetu starfsfólks á vinnustöðum á Mið-Austurlandi, til að fá hugmynd um vinnusóknarmynstur (e. Commuting patterns) og geta út frá því skilgreint vinnusóknarsvæði. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að verkefnið ætlaði að svara því hvar fólk vinnur. Vinnusóknarmynstur eru erlendis fundin þannig að búseta fólks og starfsstöð er samkeyrð í gagnabönkum hagstofu viðkomandi lands. Hérlendis finnast því miður ekki upplýsingar um starfsstöðvar fólks í opinberum
gagnagrunnum, heldur einungis hjá fyrirtækjunum sjálfum eða bara alls ekki. Vonir standa til að þessar upplýsingar verði aðgengilegar á næstu árum, en á meðan svo er ekki, er til önnur leið til að finna þessi mynstur, þ.e. að spyrjast fyrir hjá fyrirtækjum og starfsmönnum sjálfum. Spurningaleiðin getur gefið góða mynd af vinnusóknarmynstri og þar af leiðandi vinnusóknarsvæði og því nýst vel í faglegar greiningar í skipulags- og samgöngumálum.

Markmiðið er að búa til gagnasafn um vinnusóknarmynstur á landsbyggðinni. Ástæðan fyrir því að þessi hluti Austurlands er tekin fyrir í þessu verkefni er sú að svæðið er nokkuð vel afmarkað og með nokkra stóra atvinnustaði sem draga starfsfólk víða að. Svæðið er heldur ekki það fjölmennt (uþb. 7.000 íbúar 16 ára og eldri) að það geri greininguna of fyrirferðamikla. Á grunni niðurstaðna verði til lykilmælikvarðar um vegalengd sem fólk er tilbúið að ferðast daglega til vinnu.

Gagnasafnið mun styrkja verulega grunngreiningar sem vinna þarf í tengslum við Samgönguáætlun varðandi samgöngubætur innan vinnusóknarsvæða, Landsskipulagsstefnu, Sóknaráætlanir landshluta og aðrar staðbundnar greiningar. Þegar vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði liggja fyrir er hægt að greina bæði áhrif af skipulagsáætlunum og sömuleiðis sjá hvaða svæði, búsetu , atvinnuveg osfrv þarf að styrkja.

Vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði - Austurland
Höfundur

Lilja G. Karlsdóttir - Viaplan

Skrá

vinnusoknarmynstur-og-vinnusoknarsvaedi_austurland.pdf

Sækja skrá