PDF · Útgáfa 978-9935-460-09-7 — ágúst 2006
Víkur­skarð – Umferðar­könn­un 21., 23.júlí, 13. og 15. októ­ber 2005, skýrsla um verk­efnið „Við­tals­könn­un á þjóð­vegi 1 aust­an Akur­eyrar“

Fimmtudagana 21. júlí, 13. október 2005, laugardagana 23. júlí og 15. október 2005 var umferð könnuð á Hringvegi um Víkurskarð, en sá staður tilheyrir Norðaustursvæði Vegagerðarinnar. Könnunin stóð yfir frá kl. 0800 – 2300 alla dagana.

Könnunarstaðurinn (sjá mynd 1) var uppi á miðju Víkurskarði n.t.t. við bílastæði efst í skarðinu.

Tilgangur með könnuninni er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra, einnig gætu niðurstöður nýst við undirbúning hugsanlegra jarðganga í gegnum Vaðlaheiði.

Víkurskarð - Umferðarkönnun
Höfundur

Friðleifur Ingi Brynjarsson

Skrá

umferdarkonnun_vikurskard.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Ný útgáfa 26.09.2006. gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar á skýrslunni.