PDF · mars 2018
Vegminjar – Snæfellsnes, Vest­firð­ir og Norð­vestur­land

Vegminjaskráin sem hér er tekin saman samanstendur af tuttugu og átta minjastöðum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Vegminjarnar dreifast um svæðið
frá Snæfellsnesi í vestri og að Skagafirði í norðri. Vegminjarnar sem fjallað er um hér eru af fjórum gerðum: Þjóðleiðir og minjavegir, minjabrýr og vitar. Tekin er saman lýsing á 7 einstökum mannvirkjum, stærð mannvirkis skráð, ef það á við, farið er yfir sögu þess og verndargildi metið. Valdar vegminjar eiga að gefa góða mynd af sögu vegagerðar á Íslandi en forsenda þess að hægt sé að vernda mannvirki er að þau séu áfram í notkun þó nýrri mannvirki hafi tekið við upphaflegu hlutverki þeirra. Gamlar brýr og vegi má nýta áfram sem reið- og gönguleiðir, eins og algengt er. Erfitt er að varðveita gamla vegi ef þeir eru ekki lengur í notkun þar sem vatn og vindar eyða þeim fljótt, sömu sögu má segja um gamlar brýr. Því verður áhersla lögð á að skrá þá vegkafla, vita, brýr og þjóðleiðir sem eru á einhvern hátt enn í notkun og mögulegt er að halda við. Ljóst er að ekki er hægt að vernda allar þær vegminjar sem teknar eru til skoðunar hér. Segja má að þessi skýrsla sé góð heimild um þær vegminjar sem eiga sér framtíðarhlutverk en ekki síður heimild um þær vegminjar sem munu óhjákvæmilega hverfa á næstu árum og áratugum.

Vegminjar - Snæfellsnes, Vestfirðir og Norðvesturland
Höfundur

Anna Björk Stefánsdóttir

Skrá

vegminjar-nordvestur-og-vesturland-2018-minna.pdf

Sækja skrá