PDF · október 2003
Vegir og ferða­þjón­usta 1996-2003

Markmiðið með þessari greinargerð er að nýta niðurstöður sex kannana RRF á árabilinu 1996 til 2003 til hagsbóta fyrir Vegagerðina við frekari þróun vegagerðar og
umferðaröryggismála á Íslandi.

Kannanirnar spanna sjö ára tímabil og þar sem margt hefur áunnist í samgöngumálum landsmanna síðan 1996 er áhugavert að skoða hvort viðhorf ferðamanna til einstakra þátta, s.s. til gæða vega og vegmerkinga eða vegamannvirkja á hálendinu hefur breyst frá þeim tíma. Jafnframt hver þróunin hefur orðið í notkun ferðamanna á áningarstöðum við þjóðvegi landsins. Það ætti einnig að vera gagnlegt að þekkja viðhorf erlendra ferðamanna til þess hvað brýnast sé að gera til að auka umferðaröryggi á vegum landsins. Jafnframt að kynnast áliti ferðamanna á því hvort það eigi að skipuleggja vegakerfið á hálendi Íslands með hagsmuni ferðaþjónustu og útivistar að leiðarljósi eða hvort þeir telji að virkjunarframkvæmdir séu forsenda þess að úr hálendisvegum verði bætt. Þær niðurstöður og svör við áðurnefndum spurningum sem hér verða kynntar nýtast vonandi Vegagerðinni og öðrum yfirvöldum samgöngumála sem best í þeirra störfum.

Vegir og ferðaþjónusta 1996-2003
Höfundur

Rögnvaldur Guðmundsson - Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar

Skrá

vegir-og-ferdathjonusta.pdf

Sækja skrá