PDF · janúar 2017
Umferðarör­yggi erlendra ferða­manna á Íslandi

Markmið verkefnisins var að greina hver áhrif sívaxandi fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur haft á umferðaröryggið á undanförnum árum. Reynt er að meta fjölda alvarlega slysa á erlendum ferðamönnum og er það borið saman við önnur lönd á sama tímabili. Gögnin sem skoðuð voru fyrir Ísland, komu frá Samgöngustofu og ná yfir tímabilið 2002 til 2015.

Fram kemur meðal annars að slösuðum erlendum ferðamönnum hefur fjölgað í réttu hlutfalli við aukningu á fjölda ferðamanna á athugunartímabilinu. Þá er í skýrslunni einnig skoðað hvernig slys og fjöldi ferðamanna skiptast á þjóðerni. Fram kemur að tíðni slasaðra reiknað á milljón ferðamenn er hæst fyrir ferðamenn frá Spáni og Ítalíu en Kína og Pólland koma þar skammt á eftir.

Samanburður var gerður við Noreg og Nýja-Sjáland. Í ljós kom að ekki hefur verið gerð sérstök athugun á umferðaröryggi erlenda ferðamanna í Noregi, en yfirlit um slys og meiðsli ferðamanna þar árin 2000 annars vegar og 2015 hins vegar sýnir fækkun þó að ferðamönnum hafi fjölgað á milli þessara ára. Fram kemur að svipuð niðurstaða hafi fengist í Svíþjóð. Á Nýja-Sjálandi hefur þetta verið skoðað ítarlega og fram kemur að fullyrt er að þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna á síðastliðnum 10 árum hefur slysum, þar sem erlendir ferðmenn eiga í hlut, ekki fjölgað. Í skýrslunni kemur einnig fram að lögð hefur verið áhersla á ýmsar forvarnir hvað varðar akstur
erlendra ferðamanna á Nýja-Sjálandi.

Í skýrslunni eru dregnar fram nokkrar tillögur sem lúta að því að bæta ástandið. Meðal annars er minnt á að laga þarf augljósa vankanta á vegakerfinu (s.s. einbreiðar brýr), bæta og skýra merkingar, auka áróður og fræðslu meðal annars í kynningarefni fyrir bílaleigur og fleira. Einnig er bent á að gera mætti svarblettagreiningu vegna slysa erlendra ferðamanna og þannig fá frekari ábendingar um hvar skórinn kreppir.

Umferðaröryggi erlendra ferðamanna á Íslandi
Höfundur

Haraldur Sigþórsson, Stefán Einarsson - VSH

Skrá

umferdaroryggi-erlendra-ferdamanna-a-islandi.pdf

Sækja skrá