PDF · Útgáfa VÍ-VS-08 — nóvember 2008
Tilraun­ir til að koma af stað snjóflóð­um með spreng­ingum

Í þessari greinargerð er fjallað um fyrstu tvo vetur verkefnis þar sem gerðar eru tilraunir til að koma af stað snjóflóðum með sprengingum. Einnig er fjallað um bakgrunn og
tilgang verkefnisins. Um er að ræða samstarfsverkefni Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði og Helga Mar Friðrikssonar, sprengjusérfræðings, og hófst það haustið
2006. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp reynslu og þekkingu á snjóflóðasprengingum við íslenskar aðstæður og gæti það því hugsanlega nýst í framtíðinni við snjóflóðaeftirlit á Íslandi. Það að geta sett snjóflóð af stað og fylgst með því falla eykur einnig þekkingu á eðli snjóflóða og gefur möguleika á ýmsum mælingum. Greinargerðinni fylgir DVD geisladiskur með myndbandsupptökum af flóðum sem komið var af stað seinni vetur verkefnisins.

Tilraunir til að koma af stað snjóflóðum með sprengingum
Höfundur

Harpa Grímsdóttir, Helgi Mar Friðriksson, Jóhann Hannibalsson - Veðurstofa Íslands

Skrá

tilr_snjoflod_sprenging.pdf

Sækja skrá