Einkenni frá miðtaugakerfi sem oft fylgja heilablóðfalli og heilaáverkum geta haft töluverðar afleiðingar fyrir hæfni fólks til aksturs. Á endurhæfingardeildum er þess
oft krafist að sjúklingar gangist undir taugasálfræðilegt mat til að ákvarða um ökuhæfni þeirra. Svo slíkt sé réttlætanlegt þarf viðunandi fylgni að vera á milli þeirra taugasálfræðilegu prófa sem notuð eru og raunverulegrar ökuhæfni fólks. Á Íslandi er skortur á klínískum leiðbeiningum og verklagsreglum á þessu sviði og kallað hefur verið eftir réttmætari matsaðferðum á ökuhæfni, sérstaklega eftir veikindi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að gera forprófun á tölvustýrða matstækinu Expert System Traffic (XPSV, Schuhfried GmbH), til að skoða hvernig það hentar íslenskum sjúklingum eftir heilablóðfall og heilaáverka.
Tinna Jóhönnudóttir, HÍ
skýrsla um verkefnið „Tölvustýrt matstæki fyrir mat á ökuhæfni: Expert System Traffic“