PDF · nóvember 2014
Sumar­ferð­ir 2014 – ferða­venju­könn­un

Skýrsla þessi er unnin fyrir samgönguyfirvöld af Land-ráði sf í samvinnu við MMR ehf. Hún er kostuð af Vegagerðinni. Meginmarkmið könnunarinnar var að fá skýra mynd af ferðavenjum innanlands og breytingum á þeim frá fyrri könnunum Land-ráðs sf fyrir samgönguyfirvöld. Upplýsingarnar eru hugsaðar sem grunngögn við almenna
stefnumótun í samgöngumálum, sérstaklega fyrir endurskoðun á samgönguáætlun.

Viðhorfskönnunin sem er netkönnun (Nethópur MMR ehf) fór fram í september 2014. Tóku um 1.200 manns þátt í henni. Könnunarstaðir voru þeir sömu og í fyrri
könnunum Land-ráðs sf fyrir samgönguyfirvöld. Þeir eru Höfuðborgarsvæðið, Árborg, Reykjanesbær og Akranes (jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins), Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir (landsbyggðarkjarnar). Þá er höfuðborgarsvæðinu skipt í 4 hluta.

Könnunin skiptist í þrjá þætti; ferðir út fyrir búsetusvæði, innanlandsflug og ferðir innan höfuðborgarsvæðis. Spurt var 24 spurninga (sjá spurningalista í viðauka I). Þær
eru flestar þær sömu og í fyrri könnunum. Nýjar spurningar fjalla um notkun Strætó á landsbyggðinni og hvaða áhrif fjöldi erlendra ferðamanna hafði á ferðir landsmanna
sumarið 2014. Ákveðið hefur verið að þessar kannanir verði unnar annað hvort ár, til skiptis vetrarkönnun sem fer fram í mars og sumarkönnun í september. Þetta er 11.
könnunin á ferðavenjum sem Land-ráð sf vinnur fyrir samgönguyfirvöld.

Sumarferðir 2014 - ferðavenjukönnun
Höfundur

Bjarni Reynarsson - Land-ráð sf

Skrá

sumarferdir-2014-greinargerd.pdf

Sækja skrá