PDF · 2006
Strandrof og strand­varn­ir við brúna yfir Jökulsá á Breiða­merk­ursandi

Grein í árbók VFÍ

Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað mikið rof á ströndinni framan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá 1904 til 2003 var rofið 770 m eða um 8 m/ári að
meðaltali. Þau verðmæti sem eru í húfi á Breiðamerkursandi eru Hringvegurinn, auk raflína í eigu Landsnets (Byggðalína) og Rafmagnsveitna ríkisins (lína í Öræfin). Allt frá
árinu 1990 hefur Vegagerðin staðið fyrir rannsóknum á Breiðamerkursandi með það að markmiði að tryggja öryggi hringvegarins á þessu svæði. Hér er gerð grein fyrir þessum rannsóknum með áherslu á þann þátt þeirra sem snýr að möguleikanum á því að tryggja öryggi vegarins með strandvörnum. Greinin er íslensk þýðing á grein okkar sem birt var á ráðstefnunni Second International Coastal Symposium in Iceland sem haldin var á Höfn í Hornafirði árið 2005 (Helgi Jóhannesson o.fl., 2005).

Strandrof og strandvarnir við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi
Höfundur

Helgi Jóhannesson, Sigurður Sigurðarson og Gísli Viggósson

Skrá

strandrof_vid_jokulsa_a_breidamerkursandi.pdf

Sækja skrá