PDF · júlí 2007
Stofn­vega­kerfi höfuð­borgar­svæð­isins 2007 – Viðaukar

Gera skal úttekt á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins og þörfum þess miðað við fyrirsjáanlega þróun næstu 50 ára. Athuga skal hversu vel núverandi kerfi þjónar tilgangi sínum og hvort og þá hvaða breytingar kunna að verða á því. Í því sambandi skal meta þjónustustig umferðar og kanna hversu vel stofnvegakerfið uppfyllir viðmið um fjarlægðir milli vegamóta og tenginga við stofnvegi. Gera skal grein fyrir umferð 2012, 2024 og svo eftir 2024 (nærri fullbyggð svæði) og þjónustustigi. Endurskoða skal
flokkun stofnvega á höfuðborgarsvæðinu og kanna hvort ástæða sé til að fjölga eða fækka þjóðvegum á svæðinu. Meta skal nauðsynlegt rými (helgunarsvæði) þeirra, tegund gatnamóta, nauðsynlega fjarlægð milli vegamóta, kröfur um flutningsgetu vega, nauðsynlegar aðgerðir vegna hljóðvistar og aðrar ráðstafanir sem gera þarf miðað við framtíðarhorfur. Athuga skal hversu mikla aukningu í umferðarsköpun nærliggjandi svæða helstu stofnvegirnir þola, án þess að ráðast þurfi í kostnaðarsamar eða umhverfislega erfiðar endurbætur á stofnvega kerfinu. Meta skal út frá því hvaða möguleikar eru fyrir hendi á þéttingu byggðar í eldri hverfum og uppbyggingu á nýjum svæðum.

Stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007 - Viðaukar
Höfundur

Almenna verkfræðistofan

Skrá

stofnvegakerfi-vidaukar.pdf

Sækja skrá