PDF · Útgáfa 1397.000 — júlí 2007
Stofn­vega­kerfi höfuð­borgar­svæð­isins 2007

Gerð er grein fyrir úttekt á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Athugað er hversu vel núverandi stofnvegakerfi þjónar tilgangi sínum og hvort og þá hvaða breytingar kunna að verða á því á næstu 50 árum. Framtíðarártalið er nefnt 2050+.

Helstu niðurstöður eru þær að ástand umferðar er yfirleitt viðunandi 2007 á stofnvegum með mislægum vegamótum en á öðrum stofnvegum eru nokkrir álagspunktar með nokkuð löngum biðröðum. Tíðni vegamóta og tenginga er of mikil.

Mikil óvissa ríkir um ástand umferðar 2050+, en hér er reiknað með að þjónustustig umferðar verði óviðunandi, ef ekki verða byggð viðbótarumferðarmannvirki umfram fyrirliggjandi áætlanir um uppbyggingu á stofnvegakerfinu og/eða ráðist í ýmsar aðgerðir til að draga úr umferð á stofnvegum. Bent er á ýmsa möguleika til að viðhalda
ásættanlegu þjónustustigi, einkum á svokölluðum meginstofnvegum.

Stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007
Höfundur

Þórarinn Hjaltason og Hlíf Ísaksdóttir - Almenna verkfræðistofan

Verkefnastjóri

Þórarinn Hjaltason

Skrá

stofnvegak_hofudb.-2007.pdf

Sækja skrá