PDF · mars 2015
Skrán­ing vegminja, 1. áfangi

Vegminjasafn Vegagerðarinnar hefur verið starfandi í rúman aldarfjórðung eða frá byrjun ársins 1989 þegar minjavörður var ráðinn til að sjá um daglegan rekstur. Margt
var áunnið á sviði minjavörslu á starfstíma fyrrverandi minjavarðar en óneitanlega skildi hann eftir sig mörg verkefni sem nauðsynlegt er að sinna. Flokkun, skráning og
úrvinnsla minja stofnunarinnar hefur ekki verið framkvæmd nema að nokkru leiti og fer eftir minjaflokkum hversu vel hefur verið staðið að varðveislu þeirra. Ágætlega
hefur verið staðið að minjavernd véla og tækja Vegagerðarinnar og hafa fjölmörg tæki og vélar verið gerð upp á síðastliðnum árum. Þessir munir eru til sýnis bæði á
Samgöngusafninu á Skógum og á starfsstöðvum Vegagerðarinnar umhverfis landið. Öðrum minjaflokkum hefur síður verið sinnt, en þar ber helst að nefna ýmsa muni
sem geymdir eru í geymsluplássi Vegagerðarinnar að Skógum (skemmunni) auk ýmissa muna í húsnæði Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík og við Vesturvör í
Kópavogi. Í því húsnæði er að finna marga sögulega merkilega muni sem tengjast starfsemi vita á Íslandi frá upphafi. Að beiðni minjanefndar Vegagerðarinnar var ráðist í heildarskráningu á munum í eigu stofnunarinnar vorið 2014. Tilgangurinn var að fá sem heildstæðasta mynd af þeim munum sem geta talist til vegminja hér á landi.

Skráning vegminja, 1. áfangi
Höfundur

Arna Björk Stefánsdóttir

Skrá

skraning-vegminja-1.-afangi.pdf

Sækja skrá