PDF · janúar 2014
Samrými – Reynsla og þekk­ing

Þekking á samrými (e. shared space) hefur aukist síðastliðin ár, sérstaklega í mið- og norður Evrópu. Slík þekking stuðlar að aukinni vitund um hugmyndafræði samrýmis og eykur líkur á að hún sé nýtt hér á landi. Markmið þessa verkefnis er að greina frá þekkingu og reynslu á sviði skipulags og hönnunar samrýmis.

Í fyrri hluta greinargerðarinnar er greint frá helstu áherslum og sjónarmiðum í umræðu fagaðila, s.s. skilningi á samrýmishugtakinu og kostum og göllum sem deilt hefur verið um. Síðari hluti verkefnisins er yfirlit yfir mikilvæg atriði og forsendur sem ber að taka tillit til við forathugun á hentugleika borgarrýmis fyrir gerð samrýmis.

Verkefninu er ætlað að auka þekkingu Vegagerðarinnar á þessu sviði með það að markmiði að meta kosti og galla í þeim tilfellum þar sem til greina kemur að hanna
gatnarými með hugmyndafræði samrýmis að leiðarljósi.

Samrými - Reynsla og þekking
Höfundur

SP - VSÓ ráðgjöf

Ábyrgðarmaður

Auður Þóra Árnadóttir

Verkefnastjóri

Erna B. Hreinsdóttir

Skrá

samrymi-reynsla_og_thekking.pdf

Sækja skrá