PDF · apríl 2018
Samgöngur og jafn­rétti – Kynbund­inn munur í notk­un samgöngu­kerf­isins (áfanga­skýrsla)

Verkefnið snýr að greiningu á stöðu kvenna innan samgöngugeirans og byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Skýrslan inniheldur greiningu á kynjahlutfalli innan opinberra stofnana, ráða og nefnda sem sinna samgöngumálum. Enn fremur voru skoðaðir afmarkaðir þættir samgönguáætlunar og aðgengis að samgöngukerfinu með tilliti til jafnréttis. Þetta er áfangaskýrsla, en áfram verður unnið að verkefninu með styrk frá Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

Frumniðurstöður greiningarinnar sem kynntar eru í þessari skýrslu sýna umtalsverðan kynjamun í samgöngum; áætlunum, ákvörðunum og aðgengi. Af því sem fram kemur
varðandi stjórnun samgöngumála má nefna:
 Frá stofnun samgönguráðuneytis árið 1959 hafa 19 ráðherrar sinnt samgöngumálum, 17 karlar og 2 konur. Alls eru þetta 59 ár, þar af hafa karlar verið ráðherrar í 55 ár en konur í 4 ár.
 Allir vegamálastjórar hafa verið karlar, yfirstjórn Vegagerðarinnar samanstendur eingöngu af körlum og í framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar eru eingöngu karlar.
84% starfsmanna Vegagerðarinnar eru karlar og 16% konur.
 Allir sem sinnt hafa starfi siglingamálastjóra og flugmálastjóra hafa verið karlar.
 Ein kona hefur sinnt starfi forstjóra Umferðarstofu frá 2011-2013.
 Báðir forstjórar Samgöngustofu eru karlar, 58% starfsmanna Samgöngustofu eru karlar og 42% konur. Langflestar konurnar eru í hefðbundnari kvennastörfum td.
þjónustufulltrúar og í bókhaldi.
 Starfsfólk Isavia er 68% karlar og 32% konur. 79% stjórnenda Isavia eru karlar, þ.m.t. forstjórinn en 21% stjórnenda eru konur.
 Í ráðum og nefndum ríkisins sem hafa með samgöngumál að gera eru 65% karlar og 35% konur.
 Samgönguráð sem hefur ákvörðunarvald varðandi samgönguáætlun hefur í gegnum tíðina nær undantekningalaust eingöngu verið skipað körlum. Þess ber að geta að
síðustu tveir pólitískt skipaðir formenn samgönguráðs hafa verið konur.

Ýmsar fleiri niðurstöður koma fram. Nefna má að jarðgangaframkvæmdir virðast fremur körlum í hag, þannig að hlutfall þeirra eykst í þeim byggðakjörnum sem tengjast nýjum jarðgöngum. Þá kemur fram að konur sem slasast í umferðinni eru mun oftar farþegar í bílum, en karlar slasast fremur sem ökumenn. Konur nýta sér innanlandsflug í fjölbreyttari tilgangi en karlar. Varðandi eignarhald bifreiða kemur fram að konur eru skráðar fyrir 37% bifreiða (40% á höfuðborgarsvæðinu en 30% á landsbyggðinni). Og þegar eignarhaldið var skoðað út frá hjúskaparstöðu, kom fram að mun færri einstæðar konur eru skráðar fyrir bifreið þrátt fyrir að heildarfjöldi einstæðra kvenna sé meiri en einstæðra karla á landinu.

Ýmsar áhugaverðar spurninga vakna eftir þessa athugun og er gert ráð fyrir að vinna áfram að því að leita svara við þeim, með áður nefndum styrk frá Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

Samgöngur og jafnrétti - Kynbundinn munur í notkun samgöngukerfisins
Höfundur

Lilja G. Karlsdóttir - Viaplan og Ásta Þorleifsdóttir - samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Skrá

samgongur-og-jafnretti_afangaskyrsla_20181012.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Áfangaskýrsla. Unnið verður áfram að verkefninu með styrk frá Framkvæmdasjóði jafnréttismála