PDF · mars 2004
Samgöngu­bætur og félags- og efna­hags­leg áhrif þeirra. Þróun matsað­ferða

Megin viðfangsefni þessa rannsóknarverkefnis er að þróa aðferðir til að meta samfélagleg áhrif framkvæmda í vegakerfinu. Eftir að verkefnið var komið af stað varð umfjöllun um markmið og tilgang vegaframkvæmda hins vegar æ ríkari þáttur þess. Ástæðan er sú að höfundar telja nauðsynlegt að spyrja ákveðinna spurninga um markmið framkvæmda og tilgang þeirra til þess að hægt sé að meta samfélagsleg áhrif framkvæmdanna. Í raun má segja að erfitt sé að meta samfélagsleg áhrif ef ekki er vitað hverjar væntingar framkvæmdaaðila eru til slíkra áhrifa.

Samgöngubætur og félags- og efnahagsleg áhrif þeirra
Höfundur

Hjalti Jóhannesson og Kjartan Ólafsson - RHA

Skrá

samgongub_felags_efnahagsl.pdf

Sækja skrá