PDF · desember 2022
Samgöngu­bætur á Austur­landi – Þjón­ustu­sókn, ferð­ir innan svæð­is og viðhorf til samgöngu­úrbóta

Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar veitti Austurbrú styrk til að framkvæma þá könnun sem gerð er grein fyrir í þessari skýrslu.

Helstu niðurstöður eru:
• Af þeim sem tóku þátt sagðist tæplega helmingur íbúa á Austurlandi geta hugsað sér að búa á Akureyri og fjórðungur sagðist geta hugsað sér að búa á Fljótsdalshéraði.
Aftur á móti sögðust einungis 5% þátttakenda geta hugsað sér að búa á Breiðdalsvík og 6% nefndu Mjóafjörð og Stöðvarfjörð sem fýsilegan búsetukost.
• Þegar kemur að búsetugæðum og ánægju gefa íbúar á Stöðvarfrði sínum stað hæstu einkunn af öllum stöðum á Austurlandi. Þar á eftir koma íbúar Borgarfjarðar eystra. Hins vegar gefa íbúar Seyðisfjarðar og Eskifjarðar sínum stað lægstu einkunn af öllum stöðunum.
• Þegar kemur að heildarniðurstöðu vegna viðhorfa til samgönguúrbóta á samgönguáætlun eru jákvæðustu viðhorfn gagnvart nýrri brú yfr Lagarfljót og Borgarfjarðarvegi.
• Niðurstöður gefa til kynna að Fjarðarheiðargöng séu mikilvægustu samgönguúrbæturnar sem liggja fyrir á Austurlandi. Hins vegar er munur á milli búsetu svarenda hvaða samgönguúrbætur eru mikilvægastar. Borgfrðingar telja til að mynda Borgarfjarðarveg mikilvægastan, Djúpavogsbúar nefna Öxi og Breiðdælingar Suðurfjarðaveg.
• Íbúar í Fjarðabyggð eru líklegri en íbúar í Múlaþingi til að meta áhrif Fjarðarheiðarganga og heilsársvegar yfr Öxi neikvæð fyrir þá staði sem samgöngu-úrbæturnar beinast að, s.s. Djúpavog og Egilsstaði.
• Niðurstöður gefa til kynna að skortur á atvinnutækifærum sé helsta orsök brottflutnings og menntunartækifæri koma þar fast á eftir. Marktækur munur er á milli staða hvaða þættir hafa áhrif á brottflutning. Sem dæmi eru íbúar í Neskaupstað marktækt líklegri til að telja orsök brottflutnings vera flutninga fjölskyldu og vina á meðan íbúar á Seyðisfrði eru líklegri til að nefna samgöngur. Íbúar á Eskifrði eru marktækt líklegri til að nefna að slúður sé orsökin. Íbúar á Breiðdalsvík, Stöðvarfrði og Eskifrði eru líklegri en aðrir til að telja brottflutning vera vegna skorts á verslunarmöguleikum.
• Þegar kemur að ferðahegðun innan Austurlands segist um helmingur þátttakenda fara til Egilsstaða vikulega eða oftar og um þriðjungur kemur þangað mánaðarlega.
Rúmlega þriðjungur svarenda fer til Reyðarfjarðar vikulega eða oftar. Um helmingur svarenda segist fara til Akureyrar fjórum til ellefu sinnum á ári og rúmlega fjórðungur svarenda segist fara til höfuðborgarsvæðisins einu sinni til fjórum sinnum á ári.
• Þegar skoðað er erindi ferða á milli staða á Austurlandi kemur í ljós að flestir sækja sér heilbrigðisþjónustu í Neskaupstað og til Egilsstaða. Að sama skapi sækir hátt
hlutfall svarenda slíka þjónustu til Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Um fjórðungur svarenda sækir atvinnu til Reyðarfjarðar. Þegar kemur að sérvöruverslun og annarri þjónustu sækja flestir slíka þjónustu til Akureyrar og Egilsstaða. Átta af hverjum tíu sækja dagvöruverslun til Egilsstaða og rétt um sex af hverjum tíu sækja slíka þjónustu til Reyðarfjarðar. Íbúar Austurlands sækja menningarviðburði helst til Borgarfjarðar eystra, Akureyrar, höfuðborgarsvæðisins og Seyðisfjarðar.

Samgöngubætur á Austurlandi - Þjónustusókn, ferðir innan svæðis og viðhorf til samgönguúrbóta
Höfundur

Tinna K. Halldórsdóttir, Jóhann Björn Sigurgeirsson - Austurbrú

Skrá

nr_1800_777_samgongubaetur-a-austurlandi.pdf

Sækja skrá