PDF · Útgáfa 21224 — september 2022
Kort­lagn­ing hávaða með CNOSSOS-EU – Fram­halds­verk­efni

Í júní 2018 kom út skýrsla verkefnis sem gefin var út af Trivium ráðgjöf og VSÓ Ráðgjöf og unnið var með styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar [1]. Verkefni þetta fjallaði um kortlagningu hávaða hérlendis með hinu nýja evrópska reiknilíkani CNOSSOS-EU. Í verkefninu voru niðurstöður hins nýja reiknilíkans bornar
saman við hljóðmælingar sem og reiknilíkanið RTN96, sem hefur verið notað hér á landi í áraraðir. Markmið áðurnefnds verkefnis var að bera saman þessi tvö reiknilíkön til að meta hvort þörf sé á því að aðlaga nýja líkanið að íslenskum aðstæðum og var niðurstaðan sú að þörf væri á frekari mælingum og rannsóknum.

Stefnt var að því að taka CNOSSOS-EU reiknilíkanið upp við alla opinbera hávaðakortagerð hér á landi árið 2021 skv. gildandi tilskipunum frá Evrópusambandinu. Sú vinna er hins vegar ekki hafin. CNOSSOS-EU er töluvert umfangsmeira reiknilíkan en hið áðurnefnda norræna líkan sem nú er notað við hávaðakortagerð hérlendis og krefst
t.a.m. mun fleiri inntaksstærða.

Frá því síðasta samstarfsverkefni Trivium og VSÓ var unnið hafa orðið viðamiklar uppfærslur á CNOSSOS-EU reiknimódúl í forriti því sem almennt er notað við hermanir á
umferðarhávaða (SoundPLAN). Tilgangur verkefnis þessa er að meta hvernig nákvæmni hermana með CNOSSOS-EU reiknilíkaninu kemur út samanborið við hljóðmælingar og núverandi reiknilíkan RTN96 eins og staðan er í dag, fjórum árum frá fyrra verkefni. Lögð hefur verið áhersla á að notast við CNOSSOS-EU reiknimódulinn í SoundPLAN án breytinga. Með því má meta hve mikil þörf er á að aðlaga líkanið að íslenskum aðstæðum.

Samgöngubætur á Austurlandi - Þjónustusókn, ferðir innan svæðis og viðhorf til samgönguúrbóta
Höfundur

GMH/ÓHP - VSÓ, Trivium

Skrá

nr_1800_874_kortlagning-havada-med-cnossos-eu-framhaldsverkefni.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Framhaldsverkefni