PDF · Útgáfa R15-010-SAM — mars 2016
Samfé­lags­leg áhrif Vaðla­heiðar­ganga, viðtals­rann­sókn­ir – stað­an fyrir göng

Markmið þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á þeim samfélagsbreytingum sem munu eiga sér stað vegna Vaðlaheiðarganga. Rannsóknin beindist að því að greina
breytingar sem verða á samfélagsþáttum við styttingu þjóðvegarins og að ekki þurfi lengur að fara yfir fjallveg milli Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu. Mikilvægur þáttur í þessu sambandi var að unnt yrði að greina stöðu samgangna og samfélagslegra þátta fyrir opnun ganganna og bera þannig breytingar í framtíðinni saman við þá grunnstöðu.

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum eigindlegra viðtala við fólk sem býr og starfar austan og vestan Vaðlaheiðar og hefur mikla reynslu af samgöngum um Víkurskarð. Í
viðtölunum var skoðað hvernig fólk hefur upplifað þann samgönguþröskuld sem Víkurskarðið er og hvaða tækifæri og mögulega ógnanir, mismunandi hópar
samfélagsins sjá við tilkomu Vaðlaheiðarganga. Áhersla var lögð á að finna viðmælendur sem höfðu reynslu af samgöngum á svæðinu starfa sinna vegna eða
vegna persónulegra aðstæðna.

Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga, viðtalsrannsóknir - staðan fyrir göng
Höfundur

Hjalti Jóhannesson - RHA

Skrá

samfelagsleg-ahrif-vadlaheidarganga-vidtalsrannsoknir-fyrir-gong.pdf

Sækja skrá