PDF · janúar 2018
Samfé­lags­leg ábyrgð Vega­gerðar­innar

Á síðustu árum hefur mikil vitundavakning átt sér stað á sviði samfélagsábyrgðar og algengt að hún sé orðin samþætt í starfsemi og stefnumótun hjá fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavettvangi. Töluverð vitundavakning hefur einnig verið að eiga sér stað hérlendis og sífellt fleiri fyrirtæki sem setja sér stefnu um samfélagsábyrgð. Vegagerðin hefur lagt áherslu á umhverfis og öryggismál undanfarin ár ásamt heiðarlegum vinnubrögðum en hefur þó ekki sett sér skýra stefnu eða markmið um
samfélagsábyrgð.

Í skýrslunni er farið yfir mismunandi alþjóðaverkefni og viðmið á sviði samfélagsábyrgðar og almenn frammistaða Vegagerðarinnar á sviði samfélagsábyrgðar metin miðað við fyrirliggjandi gögn. Fram kemur að þegar mismunandi þættir samfélagsábyrgðar eru skoðaðir stendur Ve gagerðarinnar sig hvað best í umhverfisábyrgð enda komin langt á leið við innleiðingu ISO 14001 staðalsins. Minni athygli hefur þá farið á mannauð stofnunarinnar og vinnuumhverfi miðað við niðurstöður verkefnisins.

Samfélagsábyrgð er mun víðtækara verkefni en umhverfisstjórnun en getur einnig auðveldað stjórnendum að fá betri heildarmynd af rekstrinum. Því er lagt til að Vegagerðin skapi sér framtíðarsýn á sviði samfélagsábyrgðar, hvernig hún vill stuðla að henni, setji sér stefnu og skilgreini markmið og mælikvarða. Birt eru drög að stefnu og tillögur að mælikvörðum sem geta auðveldað Vegagerðinni við að komast af stað í þessu verkefni.

Til þess að Vegagerðin geti forgangsraðað verkefnum og greint nánar hvaða atriði skuli leggja mesta áherslu á er lagt til að gert sé áhættumat á rekstri Vegagerðarinnar með tilliti til samfélagsábyrgðar. Út frá áhættumatinu verði síðan skilgreind markmið og mælikvarðar. Hér er sett fram tillaga að stefnu og mælikvörðum sem gætu fallið að rekstri stofnunarinnar til að aðstoða hana við að hefja þessa vinnu.

Samfélagsleg ábyrgð Vegagerðarinnar
Skrá

samfelagsabyrgd-vegagerdarinnar.pdf

Sækja skrá