PDF · 31. mars 2010
Rann­sókn á mann­legum þátt­um tengd­um umferðarör­yggi – Áfanga­skýrsla Mars 2010

Skýrsla þessi kynnir heildræn hugtök, sem notuð eru til að skilgreina umferðarvandamál og umferðarkerfi. Menn líta almennt svo á, að manntjón vegna umferðarslysa verði mikið á komandi árum. Þörfin til að skapa þróaðri umferðarmenningu er því vaxandi. Þörfin er óumdeilanlega mest í þróunarlöndunum.

Safnað var skilgreiningum um mikilvæg hugtök: Menningu, umferðarmenningu og umferðaröryggismenningu, en öll þessi hugtök eru innbyrðis tengd og þarf því að greina þau nákvæmlega, ef ná á tökum á því verkefni að greina orsakir og afleiðingar breytni í umferð.

Siðfræði skipar mikilvægan sess í slysavörnum umferðar og fjallað er um grundvallaratriði núllsýnar og umbreytingu slíkrar sýnar í meginreglur öryggisstjórnunar. Hluti þessarar framþróunar er hin svokallaða Tylösand yfirlýsing. Dönsk greining á umferðarmenningu er athuguð og frávik í umferðarhegðun Dana út frá siðferðilegum og lagalegum grunni.

Mannleg upplýsingagreining er skoðuð og einnig vandamál, sem tilheyra samskiptum í umferðarumhverfinu. Takmarkanir ökumanna og réttlæting þeirra er mismunandi og ekki alltaf byggðar á siðferðisgrunni.

Eitt meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða hugtakið umferðarmenning, greina það og gera tillögur um breytingar. Aðferðafræðin byggir á athugun á samskiptamáta vegfarenda, eðli hans og áhrifum. Sérstök áhersla er lögð á þá mannlegu þætti, sem tengjast umferðaröryggi. Þeir eru oft flokkaðir eftir fjórum meginatriðum: Eftirliti, verkfræði, menntun og upplýsingagjöf.

Rannsókn á mannlegum þáttum tengdum umferðarörygg
Höfundur

Haraldur Sigþórsson og Stefán Einarsson - HR

Skrá

ranns_mannl_thattum_umforyggi1.pdf

Sækja skrá