Stöðuskýrsla fyrir verkefnið
Í þessu minnisblaði er farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið í verkefninu „Könnun á aðferðum til að koma snjóflóðum af stað“ frá hausti 2009 og fram á vor 2011. Í fyrsta lagi er sagt frá þeim sprengitilraunum sem gerðar hafa verið í Skálavík á þessum tíma. Í öðru lagi er fjallað um það hvernig snjóflóðasprengingar á Íslandi gætu þróast á næstu árum og sagt frá stofnun hóps aðila sem áhuga hafa á að kanna möguleika á því að beita sprengingum við snjóflóðaeftirlit. Í þriðja lagi er kafli um rannsóknir sem gerðar hafa verið á snjóflóðum sem sett hafa verið af stað í þessu verkefni og samanburð flóðanna við tvívíð snjóflóðareiknilíkön.
Harpa Grímsdóttir og Magni Hreinn Jónsson