PDF · mars 2008
Notk­un Oracle Spatial hjá Vega­gerð­inni

Rannsóknasjóður Vg veitti 3.000.000 kr. styrk til verkefnis um notkun Oracle Spatial hjá Vegagerðinni. Á þeim tíma stóð til að landupplýsingar Vegagerðarinnar yrðu geymdar í Oracle og á Spatial formi sem er gagnatag í Oracle gagnagrunninum til að halda utan um landfræðilega staðsetningu gagna. Þær breytingar urðu síðla sumars á
síðasta ári að ákveðið var að nota ESRI hugbúnað fyrir landupplýsingar Vegagerðarinnar ásamt Oracle en í stað þess að nota Spatial form Oracle þá yrði notað ST_GEOMETRY sem er gagnatag frá ESRI. En ST_GEOMETRY tagið er svokallað BLOB en það er að mestu leyti lokað öðrum hugbúnaði en þó er hægt að nota
PL/SQL forritunarmál til að gera fyrirspurnir í það. SDO_GEOMETRY er hins vegar opið gagnatag sem er opið öðrum hugbúnaði þ.m.t. ESRI.

Þegar lagt var upp í verkefnið var því skipt í 8 þætti. Ekki var lokið við alla verkþættina bæði vegna þess að ekki þótti ástæða til þess sökum ofangreindra breytinga en einnig vegna þess að meiri tími fór í staka verkþætti en gert var ráð fyrir.

Verkefnið fór fram á sérstakri prófanavél í útgáfu 10g af Oracle. Í haust hrundi Oracle prófanavélin og má segja að öll vinna um haustið hafi af þeim sökum farið forgörðum
auk þess sem áhugi á Oracle Spatial innan Vegagerðarinnar hefur óneitanlega minnkað eftir að ákveðið var að nota ESRI högun til að halda utan um landupplýsingar. Það má þó segja að þekking innan Vg á landupplýsingum hafi aukist með þessu verkefni þó svo að ekki hafi verið valið að fara þessa leið.

Notkun Oracle Spatial hjá Vegagerðinni
Höfundur

Grétar Ó. Sveinbjörnsson, Hersir Gíslason, Björn Jónsson

Skrá

notkun-oracle-spatial-hja-vegagerdinni.pdf

Sækja skrá