Skoðun innan upplýsingatæknideildar á notkun kortatækni og þróun veflausna fyrir Vegagerðina varð að miklu leiti kveikjan að þessu verkefni. Fyrir nokkrum misserum var
farið að huga að aukinni nýtingu kortatækni hjá Vegagerðinni. Ætlunin var að miðla upplýsingum í auknu mæli í kortaviðmóti og einnig að nýta kortatæknina til að auðvelda skráningu sumra upplýsinga. Æskilegast er talið að þessar lausnir séu sem flestar veftækar, þ.e. vinni í vafra (“browser”). Eitt þeirra verkefna sem þurfti að leysa var skráningarkerfi fyrir færð og aðstæður á vegagerfinu, og birting þeirra upplýsinga í kortaviðmóti. Hefði þá verið æskilegt að upplýsingar eins og myndir frá umferðarmyndavélum og línurit um umferð og veður birtust einnig í sama viðmóti og lausnin sett fram í margmiðlunarbúningi. Var ætlunin að þetta verkefni yrði þróað til að styrkja þessa lausn og bæta ímynd Vegagerðarinnar út á við með bættri framsetningu þessara upplýsinga. Vegna mikilla samstarfsörðuleika innan Vegagerðarinnar varð að falla frá þessum áformum.
Jón Þór Árnason
Útg. 1.0