PDF · október 2010
Könn­un á ferðar­venj­um sumar­ið 2010

Skýrsla þessi er unnin fyrir samgönguyfirvöld af Land-ráði sf í samvinnu við Miðlun ehf. Hún er kostuð af Vegagerðinni og ISAVIA (áður Flugstoðir). Þetta er sjötta könnun Landráðs sf fyrir samgönguyfirvöld þar sem unnið er með sömu könnunarstaði.

Meginmarkmið þessara kannana er að fá skýra mynd af ferðavenjum innanlands og breytingum á þeim. Upplýsingarnar eru hugsaðar sem grunngögn við almenna stefnumótun í samgöngumálum, sérstaklega fyrir endurskoðun á samgönguáætlun.

Viðhorfskönnunin, sem er netkönnun, fór fram í september 2010 og tók aðallega til tímabilsins júní til ágústloka 2010 þ.e. ferðir yfir sumarið. Sambærileg könnun var gerð fyrir sumarið 2007 og einfaldari könnun sumarið 2004 auk 3 kannana þar sem spurt var um ferðavenjur að vetrarlagi. Rúmlega 800 manns tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfallið um 53%.

Könnun á ferðarvenjum sumarið 2010
Höfundur

Bjarni Reynarsson - Land-ráð sf

Skrá

konnun-a-ferdarvenjum-sumarid-2010.pdf

Sækja skrá