Sumarið 2004 gerði Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða könnun á ferðavenjum farþega í Breiðafjarðarferjunni Baldri, sem styrkt var af Vegagerðinni. Könnunin fór fram vikuna 19.-26. júlí 2004.
Markmið með könnuninni var að fá innsýn í hegðun og ferðavenjur fólks, sem nýtir ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, til og frá Vestfjörðum. Jafnframt var eitt af markmiðum þessarar könnunar að safna saman mikilvægum upplýsingum um ferðamenn í heild sinni.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða