PDF · janúar 2008
Katla – Land­samgöngur í kjöl­farið á umbrot­um

Verkefni þetta hefur það að markmiði að kanna hvaða umferðaleiðir eru færar í nágrenni við Kötlu meðan á umbrotum stendur og að kanna hugsanlegan viðbótarkostnað samfélagsins vegna lokunar á Hringvegi um Mýrdalssand. Samgöngukostir sem hér hafa verið skoðaðir eru annars vegar um norðurland, leið 1 og hins vegar um Nyrðra Fjallabak, leið 2. Leiðin um norðurland er um góða og uppbyggða vegi með slitlagi en leiðin um Nyrðra Fjallabak er víða um erfitt landslag, þrönga og hlykkjótta vegi sem ekki eru með bundnu slitlagi og ekki færir nema hluta ársins. Vafasamt er að hægt verði að gera miklar bætur á veginum um Nyrðra Fjallabak vegna umhverfissjónarmiða þó hægt sé að bæta hann frá því sem er í dag. Samgöngur um veginn að vetrarlagi munu einnig verða töluverðum erfiðleikum háðar vegna snjóa og veðurs.

Greining á vegalengdum leiðanna og þess tíma sem það tekur að aka þær bendir til þess að þrátt fyrir að leið 2, Nyrðra Fjallabak, sé seinfarin leið þá er fljótlegra að
fara þá leið til Breiðdalsvíkur, miðað við þær forsendur sem gengið er út frá, en að fara norðurleiðina, leið 1. Það er hins vegar fljótlegra að fara norðurleiðina þegar
farið er á aðra staði fyrir norðan Breiðdalsvík. Ef eingöngu er horft á vegalendir þá eru mörkin við Fáskrúðsfjörð.

Greining á slysatíðni leiðir í ljós að leiðin um norðurland kemur vel út hvað slysatíðni varðar.

Greining á kostnaði vegna slysa leiðir í ljós að hann er töluverður þegar ekið er um norðurland samanborið við akstur um suðurland. Arðsemismat var ekki gert þar sem hér er um tímabundnar lokanir eða tilfærslur að ræða.

Katla - Landsamgöngur í kjölfarið á umbrotum
Höfundur

Árni Jónsson - Orion

Ábyrgðarmaður

Þórir Ingason

Skrá

katla-landsamgongur-i-kjolfarid-a-umbrotum.pdf

Sækja skrá