PDF · janúar 2013
Íbúar og ferða­menn í Vest­manna­eyjum 2012

Markmiðið með þessari greinargerð er að nýta upplýsingar úr gagnagrunni um ferðamenn hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) á árabilinu 2004-2012 til að fá yfirsýn um þróun í fjölda ferðamanna til Vestmannaeyja á þeim tíma. Jafnframt að afla gagna með tveimur vettvangskönnunum sumarið 2012; annars vegar meðal innlendra og erlendra ferðamanna á leið frá Eyjum og hins vegar meðal íbúa í Vestmannaeyjum.

Með þessu móti á að fást góð mynd af þróun og stöðu ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, hegðun og viðhorfum gesta og skoðunum heimamanna. Slíkar mælingar eru afar gagnlegar öllum þeim sem koma að einhverjum hætti að ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum: bæjaryfirvöldum, ferðaþjónustuaðilum, áhugafólki um ferðamál o.fl. Nú geta þessir aðilar gert sér betri grein fyrir umfangi ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, veikleikum, styrkleikum og tækifærum til þróunar og nýsköpunar í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Slíkar upplýsingar um gesti í Vestmannaeyjum eru jafnframt afar mikilvægur grunnur þegar unnið er að framtíðarstefnumótum í ferðamálum fyrir
sveitarfélagið.

Íbúar og ferðamenn í Vestmannaeyjum 2012
Skrá

ibuar_ferdamenn_veyjum_2012.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

skýrsla um verkefnið „Ferðalangar milli lands og eyja“