PDF · september 2017
Hring­vegur­inn – Áhuga­verð­ir stað­ir

Verkefnið fjallar um kortlagningu staða á og við Hringveginn, þar sem ferðamenn, einkum erlendir, stoppa til myndatöku. Oft eru slík stopp tilviljunarkennd, en annars staðar er stoppað ítrekað og eru það þeir staðir sem fjallað er um í þessu verkefni. Við upplýsingaöflun var leitað til starfsmanna Vegagerðarinnar í þjónustu og rekstri, sem vinna á vegum úti allan ársins hring og þekkja umhverfi þeirra hvað best. Einnig var leitað til ferðaþjónustuaðila með hópferðabíla til að fá upplýsingar um þeirra reynslu af því hvar ferðamenn vilja stoppa til að taka myndir.

Í skýrslunni eru niðurstöður athugannanna settar fram eftir umdæmi hverrar þjónustustöðvar Vegagerðarinnar. Byrjað er á umdæmi Vegagerðarinnar í Vík og farið réttsælis eftir Hringveginum um landið. Alls eru skráðir 102 staðir á Hrinveginum þar sem sjá má ferðafólk stoppa ítrekað á vegi eða í vegkanti til myndatöku og þar sem lítil sem engin aðstaða er fyrir hendi. Mest er um þessa staði á Suður- og Suðausturlandi, sem og á Mývatnssvæðinu. Þessum stöðum er lýst og ljósmyndir birtar. Í lok hvers kafla er umræða um staðina auk þess sem greint er frá staðsetningu núverandi áningastaða.

Vonast er til að þessi samantekt nýtist við staðsetningu nýrra áningarstaða í framtíðinni, þannig að staðsetning þeirra hjálpi til þess að ferðamenn stoppi ekki utan þeirra. Áningarstaðir Vegagerðarinnar gegna allmennt ákveðnu hlutverki með tilliti til umferðaröryggis. Á þeim geta vegfarendur áð um stund og ef til vill tekið ljósmyndir áður en förinni er haldið lengra. Í skýrslunni eru einnig nefndar aðrar leiðir til að minnka stopp utan áningastaða, s.s. merkingar þeirra og einnig er sagt frá að tilraun með að heilmála kantlínur bendir til að myndastopp ferðamanna minnki á þeim stöðum.

Hringvegurinn - Áhugaverðir staðir
Höfundur

Sóley Jónasdóttir

Skrá

hringvegurinn-ahugaverdir-stadir-minna.pdf

Sækja skrá