PDF · maí 2022
Hjóla- og göngu­stígar í dreif­býli á Suður­landi

Verkefnið gengur út á að yfirfara og greina mögulegar hjólaleiðir/gönguleiðir á Suðurlandi. Mögulegar hjólaleiðir yrðu sem mest utan þjóðvega og myndu tengja saman lykilstaði. Verkefnið gengur út á að skilgreina lykilstaði og leiðir á milli þeirra. Upprunalega var lagt upp með því að yfirfara landakort, lóðarmörk, loftmyndir og önnur þau gögn sem gætu nýst við greiningu þess.

Slík vinna er nauðsynleg á ákveðnum tímapunkti í verkinu en ekki í frumathugun, að mati skýrsluhöfundar. Niðurstaða þessa hluta verkefnisins verður því tillaga að lista yfir
lykilstaði og mögulegar staðsetningar/legastíga á milli þessara staða.

Hjóla- og göngustígar í dreifbýli á Suðurlandi
Höfundur

Valdimar Jónsson - Mannvit

Skrá

nr_1800_870_hjola-og-gongustigar-i-dreifbyli-a-sudurlandi.pdf

Sækja skrá