PDF · Útgáfa 19193 — nóvember 2019
Heims­markmið Samein­uðu þjóð­anna og Vega­gerð­in

Tilgangur verkefnisins sem skýrslan fjallar um var að setja fram forgangsmarkmið Vegagerðarinnar vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í verkefninu var unnið eftir leiðbeiningum sem settar eru fram af GRI (Global Reporting Initiative) og UN Global Compact (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð). Fyrst eru skilgreind þau heimsmarkmið sem ættu að vera í forgangi. Þá þarf að skilgreina markmið í stefnu fyrirtækisins og mælikvarða sem styðja heimsmarkmiðin.
Þriðja skrefið er svo skýrslugerð um að samþætta og innleiða breytingar. Bæði er um að ræða innri skýrslugjöf til stjórnenda sem er gagnleg til að flétta heimsmarkmiðin inn í reksturinn og hins vegar ytri skýrslugjöf til að upplýsa hvernig fyrirtækið stendur sig og hvar umbætur hafa orðið.

Teknar voru saman upplýsingar um hlutverk og stefnu Vegagerðarinnar og markmiðasetningu sem tengist heimsmarkmiðunum. Skoðað var hvað er sett fram í stefnuskjölum, hvaða markmið eru sett og hvaða mælikvarðar eru vaktaðir. Fram kemur að Vegagerðin vinnur nú þegar með mælikvarða sem tengjast beint inn í vinnu með heimsmarkmiðin. Í sumum tilvikum er þegar verið að mæla og vakta viðkomandi þátt, í öðrum þarf að aðlaga mælikvarða og í enn öðrum eru engir mælikvarðar til staðar.

Í samantektarkafla skýrslunnar kemur fram að Vegagerðin geti nýtt niðurstöður þessarar greiningar til að forgangsraða verkefnum tengdum heimsmarkmiðunum. Niðurstöðurnar nýtast líka í vinnu Vegagerðarinnar með stjórnvöldum við að skilgreina markmið og ákveða aðgerðir tengdar forgangsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Vegagerðin
Höfundur

BS/KÞ/BB - VSÓ ráðgjöf

Skrá

heimsmarkmid-sth-og-vegagerdin.pdf

Sækja skrá